16/06/2024

Enn vantar með kaffinu

Á annan tug hreppsbúa bauð fram aðstoð sína við kökubakstur vegna formlegrar opnunar íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Óskað hafði verið eftir að þeir sem vildu leggja til meðlæti á kaffihlaðborðið mættu til skrafs og ráðagerða í Íþróttamiðstöðinni milli kl 17 og 18 á föstudaginn, þar sem undirbúningsnefnd tók niður nöfn sjálfboðaliða.

Á kaffihlaðborðinu verður m.a. boðið upp á skúffukökur, kleinur og pönnukökur og enn vantar fleiri hendur til að leggja fram eitthvað af þessu þrennu. Eftir helgi verður farið með skráningarlista vegna baksturs á stærstu vinnustaðina og einnig er hægt að hafa samband við Valdemar, Kristínu (sími 451-3585 og 867-3164, netfang stina@holmavik.is) eða Hrafnhildi í undirbúningsnefndinni.