22/12/2024

Framkvæmdir við sjóvarnargarð á Hólmavík

IMG_3220

Framkvæmdir eru hafnar á Hólmavík við að lengja sjóvarnargarð við Rifshaus á Hólmavík um 120 metra, nánar tiltekið við enda Höfðagötunnar, neðan við hús Trésmiðjunnar Höfða sem áður var þekkt undir nafninu fiskimjölsverksmiðjan. Verkið var boðið út um miðjan september og tilboð opnuð í lok mánaðar. Aðeins barst tilboð í verkefnið frá fyrirtækinu Norðurtak ehf á Sauðárkróki og var það að upphæð 4.947.500.- Kostnaðaráætlun var 3.941.800.-  Heimamenn vinna að verkefninu með Norðurtaki.

IMG_1616 IMG_1625 IMG_1626

Myndir af framkvæmdasvæðinu – efsta mynd er tekin í dag, en þær neðri í september – ljósm. Jón Jónsson