29/05/2024

Framkvæmdir á fullu í Hrútafjarðarbotni

Það er mikið um að vera þessa dagana í botni Hrútafjarðar. Þar er verið að leggja nýjan veg og færist hringvegurinn nokkuð nær Borðeyri við þá framkvæmd. Um leið styttist mili Stranda og Norðurlandsins um 8,5 kílómetra. Vel virðist ganga við vegagerð og einnig er unnið að brúarsmíði, en ný brú leysir af hólmi brýrnar yfir Hrútafjarðará og Síká, en sú síðarnefnda er síðasta einbreiða brúin á hringveginum á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Jafnframt er unnið að því að reisa nýjan söluskála N1 við ný vegamót í fjarðarbotninum, en þegar hann opnar verða bæði Staðarskáli og Brúarskáli lagðir niður sem veitinga- og vegasjoppur. Verkinu lýkur í haust.

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni um Hrútafjörð í vikunni og stalst út á nýja veginn og smellti af nokkrum myndum.  

Vegagerð í fullum gangi

frettamyndir/2008/580-hrutafjardarbotn5.jpg

frettamyndir/2008/580-hrutafjardarbotn3.jpg

frettamyndir/2008/580-hrutafjardarbotn1.jpg

Ljósm. Jón Jónsson