23/12/2024

Fornleifarannsókn kynnt í kvöld kl. 20:00

400 ára bræðsluofn í HveravíkÍ kvöld kl. 20:00 verður kynning á fornleifauppgreftrinum sem fer fram í Hveravík við Steingrímsfjörð. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur og Magnús Rafnsson sagnfræðingur kynna verkefnið. Uppgröfturinn hefur vakið þjóðarathygli undanfarið og mikill áhugi virðist vera fyrir honum. Rannsóknir sem þessar sem unnar eru af hluta til af heimamönnum gerir það að verkum að átthagafræðslu er frekar sinnt og heimafólki gefst tækifæri til að fræðast um sögu síns nánasta umhverfis. Einnig verður fræðsla oft kveikja að hvers kyns hugmyndum sem hægt er að nýta á hagnýtan hátt. Dagskráin verður á Café Riis og hefst eins og fyrr segir kl. 20:00 og eru allir hvattir til að mæta.