19/09/2024

Sextán manns vilja á Sjálfstæðislista

Samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða hafa sextán einstaklingar gefið sig fram við uppstillinganefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til að vera á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ásbjörn Óttarsson, formaður kjörstjórnar, segir að stjórnin ætlaði að hittast 11. nóvember og þá verði líklega lokað á fleiri umsóknir. Eins og áður hvetur vefurinn strandir.saudfjarsetur.is Strandamenn til að taka þátt í stjórnmálastarfi á landsvísu, hvar í flokki sem þeir standa, en enginn Strandamaður er á skrá yfir þá sem lýst hafa áhuga á sæti á lista Sjálfstæðismanna. 

Þeir sem hafa boðið sig fram eru:

Adolf H. Berndsen, Skagaströnd,
Ásdís Guðmundsdóttir, Sauðárkróki,
Bergþór Ólason, Akranesi,
Birna Lárusdóttir, Ísafirði,
Borgar Þór Einarsson, Akranesi,
Einar Kristinn Guðfinnsson, Bolungarvík,
Einar Oddur Kristjánsson, Flateyri,
Eygló Kristjánsdóttir, Reykhólum,
Herdís Þórðardóttir, Akranesi,
Hjörtur Árnason, Borgarnesi,
Jakob Falur Garðarsson, frá Ísafirði,
Óðinn Gestsson, Suðureyri,
Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi,
Sunna Gestsdóttir, Blönduósi,
Örvar Már Marteinsson, Ólafsvík
Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Reykholtsdal.