19/09/2024

Flugeldadýrðin á Hólmavík

Salan á skoteldum var góð þessi áramótin á Ströndum og lita- og ljósadýrðin mikil þegar þeir sprungu, enda voru aðstæður til flugeldaskota góðar á gamlárskvöld. Ingimundur Pálsson myndaði flugeldaskothríðina á Hólmavík, þar sem einna mest var um dýrðir, með ýmsum árangri eins og hann segir sjálfur. Með myndirnar sem fylgja hér á eftir tókst ljómandi vel til.

Flugeldar á Hólmavík – Ljósm. Ingimundur Pálsson