22/12/2024

Fleiri myndir af heflinum

Jón Gísli og Sigvaldi fylgjast meðNokkra klukkutíma tók að koma heflinum sem snérist út af veginum í Illaholti við Brúará í gær aftur upp á veg. Annar hefill kom fyrst á staðinn og fest var taug á milli þeirra til að halda við, þangað til öflugri tæki kæmu til að draga hann upp. Það voru svo jarðýta og grafa sem í sameiningu drógu hefilinn aftur upp á veg. Litlu hefur mátt muna að verr færi, því hefillinn hékk á tönninni í vegarkantinum og fyrir neðan er um það bil 50 metra löng brött brekka. Jón Halldórsson kom á staðinn eftir að annar hefill var kominn á vettvang og smellti af þessum myndum.

Veghefill Vegagerðarinnar utan vegar – ljósm. Jón Halldórsson