22/12/2024

Fjórir bílar í árekstri á Holtavörðuheiði

Fjögurra bíla árekstur varð við Miklagil á norðanverðri Holtavörðuheiði í dag. Alls voru um tíu manns í bílunum og þótti mildi að enginn slasaðist. Bílarnir eru mikið skemmdir og tveir ónýtir og voru þeir fluttir með dráttarbíl að Borðeyri. Skafrenningskóf var á heiðinni þegar áreksturinn varð. Lögregla á Blönduósi og í Borgarnesi fór á vettvang og björgunarsveitarmenn fluttu fólkið af vettvangi. Í gær varð einnig árekstur á háheiðinni. Frá þessum óhöppum er sagt á mbl.is og www.sgverk.com og er myndin fengin af síðarnefnda vefnum.