27/02/2024

Sýning á verkum Signýjar verður eitthvað áfram í Steinhúsinu

Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna á verkum Signýjar Sigmundsdóttur frá Einfætingsgili sem er uppi í Steinhúsinu á Hólmavík. Eftir að frétt birtist hér á strandir.saudfjarsetur.is að henni ætti að ljúka í dag hefur verið talsvert hringt í aðstendendur sýningarinnar með hvatningu um að hafa hana opna eitthvað áfram. Sýningin verður því áfram uppi í óákveðinn tíma eða þar til húsið verður rýmt og það tekur við nýju hlutverki, en það var nýlega selt í hendur nýrra eigenda og mun væntanlega verða notað sem sumarbústaður. Starfsemin sem hefur verið í Steinhúsinu mun því leggjast af innan tíðar og óvíst er um framhaldið.