22/11/2024

Fjölsótt skemmtun tileinkuð Steini Steinarr

Skemmtun á vegum Leikfélags Hólmavíkur þar sem dagskráin var tileinkuð skáldinu Steini Steinarr á aldarafmæli hans var vel sótt. Pakkhúsið á Café Riis var þéttskipað, en til skemmtunar voru söngur og spilerí, ljóðaflutningur, æviágrip skáldsins, auk þess sem sagt var frá fyrirhugaðri uppbyggingu Steinshúss á Nauteyri við Djúp. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á svæðinu með myndavélina og tók myndir af nokkrum þeim sem tróðu upp, en það voru ýmist eldri leikfélagar eða nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík.

580-steinn4

Salbjörg Engilbertsdóttir og Kristján Sigurðsson fluttu lög við kvæði Steins

580-steinn3

Rúna Stína Ásgrímsdóttir sagði frá fyrirætlunum Steinshúss ses sem hyggst koma á laggirnar sýningu og fræðasetri tileinkuðu skáldinu á Nauteyri

580-steinn2

Daníel Birgir Bjarnason fer með kvæði eftir Stein

580-steinn1

Jakob Ingi Sverrisson flytur ljóð

– Ljósm. Ester Sigfúsdóttir