02/05/2024

Fjöll í Árneshreppi

Upplýsingamið-stöðin á Hólmavík hefur fengið fyrirspurn um mynd úr Árneshreppi sem mikið liggur við að upplýsingar fáist um þar sem fyrirhugað er að nota myndina í útgáfu. Spurningin er sem sagt hvaða fjöll séu á myndinni og hvar hún sé tekin. Ef einhver getur svarað þessu nokkuð nákvæmlega væri gott að fá staðsetninguna og nöfnin á fjöllunum send á info@holmavik.is sem allra fyrst. Svarið er komið – þökk fyrir skjót viðbrögð!

Myndin er tekin á Reykjanesrimum, þar sem þjóðvegurinn liggur fyrir ofan Reykjanes. Fjöllin eru frá vinstri. Byrgisvíkurfjall – Skarfadalur- Burstarfell og bak við það er Lambatindur og þá Seljadalur. Nær er Kambur en hann er milli Veiðileysu og Reykjarfjarðar. Hin fjöllin eru sunnan Veiðileysu.