23/12/2024

Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja frumflytja Ísland


Næstkomandi laugardagskvöld, þann 24. nóvember, munu Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til tvenna tónleika í Háskólabíói. Á tónleikunum verður meðal annars frumflutt í fyrsta skipti á sviði í fullum skrúða lagið Ísland sem er hluti af verkefninu Þjóðlag. Eins og menn muna hófust upptökur á röddum Íslendinga fyrir lagið á Hólmavík þann 30. mars síðastliðinn, en nú hafa 20.000 manns af öllu landinu hafa tekið þátt í fjörinu. Á sviðinu verða yfir 100 manns á þessum tónleikum og gestir verða Sverrir Bergmann og Magnús Þór Sigmundsson.