28/03/2024

Snjómokstur á Hólmavík

Snjóruðningstæki á HólmavíkSnjómokstur stendur yfir á Hólmavík í gríð og erg í hlákunni í dag, en nokkuð af snjó og ís hefur safnast á torg og stræti undanfarnar vikur. Stefnt er að því að hreinsa allar götur kauptúnsins í dag og hreinsa frá helstu niðurföllum svo vatnið hafi greiða leið niður í þau. Meðfylgjandi myndir tók fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is af snjóruðningstækjum við iðju sína í dag.

Bílaeigendur eru hvattir til að leggja bílum sínum þannig að þeir tefji ekki snjómoksturinn og myndi ekki snjóeyjur hér og þar á götum.

frettamyndir/580-snjomokstur3.jpg

Jósteinn Guðmundsson að verki á Hafnarbrautinni.

1

Veghefill á Kópnesbraut.

.

Þórður Sverrisson að störfum á Höfðagötu og veghefill á leið inn Kópnesbraut.