11/09/2024

3 milljónir frá Jöfnunarsjóði?

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkir undirbúning fyrir sameiningar-kosningar sveitarfélaga víða um land, óháð því hver niðurstaða kosninganna sjálfra verður. Þannig á samstarfsnefnd Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps, Broddaneshrepps og Árneshrepps kost á 1,6 milljón til að vinna könnun um hagkvæmni sameiningar. Við það bætist tæp 1,1 milljón til kynningar á sameiningartillögunni. Vegna framkvæmdar kosninganna sjálfra fá hrepparnir 245 þúsund. Samtals ættu því sveitarfélögin á Ströndum að fá tæpar 3 milljónir úr Jöfnunarsjóði fyrir gerð kynningarefnis, til hagkvæmniathugana, auglýsinga og kosninganna sjálfra.