30/10/2024

Fiskihlaðborð Lions framundan


Það verður mikið um dýrðir þegar hið árlega fiskihlaðborð Lionsklúbbs Hólmavíkur verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík um næstu helgi, laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:00, en borðhald hefst kl. 19:30. Miðaverð er kr. 4.000.- Miða þarf að panta í síðasta lagi 31. október í síma 863-9113 (Þorsteinn), 861-3289 (Úlfar) og 894-0010 (Guðmundur).