09/09/2024

Ferðin heim!

strand1

Myndin Ferðin heim eftir Maríu Guðmundsdóttir var sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22. okt. fyrir troðfullu húsi af Strandamönnum og Árneshreppsbúum. Myndin samanstendur af skemmtilegum svipmyndum úr Árneshreppi, viðtölum við íbúa þar og frásögnum um byggð og sögu. Myndin fékk mjög góðar viðtökur á sýningunni og María fékk verðskuldað klapp bæði fyrir sýninguna og eftir.