22/12/2024

Félagsvist í Sævangi


Félagsvist verður haldin í Sævangi í kvöld, mánudaginn 10. desember og hefst kl. 20:00. Þetta er þriðja kvöldið í þriggja kvölda keppni, en allir eru þó velkomnir, hvort sem þeir hafa mætt fyrri kvöldin eða ekki. Aðgangseyrir er 800 kr og eru kaffiveitingar innifaldar í því. Jólamarkaður Strandakúnstar er nú í Sævangi og gefst spilamönnum kostur á kíkja á varninginn og versla. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir þessari þriggja kvölda spilamennsku.