10/12/2024

Fálkinn kominn heim?

Fálkinn í fjörunniGunnar Logi Björnsson rakst á fálka í fjörunni á Hólmavík í morgun, fyrir neðan Hvol. Gunnar var með myndavélina með sér og smellti af meðfylgjandi snilldarmyndum af fálkanum, þar sem hann var að gæða sér á bráð sinni. Fálkinn er greinilega merktur og það er því spurning hvort um sé að ræða sama fuglinn og dvaldi sér til heilsubótar í Húsdýragarðinum eftir að hafa flogið á fiskverkun Særoða á Hólmavík. Honum var sleppt syðra þann 21. janúar eins og frá var sagt hér á vefnum.

.

.

.

.

Fálkinn í fjörunni – ljósm. Gunnar Logi Björnsson