09/09/2024

Edgar Smári og Sara Hrund spila á Malarkaffi


Föstudagskveldið 7. júní ætla Edgar Smári og Sara Hrund að heiðra Strandamenn með nærveru sinni og spila fyrir okkur fallega og ljúfa tóna á Malarkaffi á Drangsnesi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og standa í sirka 2 tíma. Edgar Smári og Sara Hrund syngja mestmegnis rólegheitalög, frumsamin og ábreiður. Ábreiðurnar eru allskonar, gömul sígild íslensk og erlend lög í bland við nýlegri popplög, bæði erlend og íslensk. Eitthvað fyrir alla og frítt inn á Malarkaffi.