10/09/2024

Draumur hins djarfa manns …

Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneyti er minnt á ráðstefnuna Draumur hins djarfa manns sem haldin verður í Háskólasetrinu á Ísafirði laugardaginn 20. maí kl. 11.00-15.00.  Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, setur ráðstefnuna og fluttir verða fyrirlestrar um sjómenn, ímynd þeirra og menningu. Boðið verður upp á léttan hádegisverð í Háskólasetrinu og að ráðstefnu lokinni býður sjávarútvegsráðherra til móttöku í Sjóminjasafninu. Skráning stendur yfir og eru þátttakendur hvattir til að skrá sig í síma 545-8300 eða með tölvupósti á netfangið hulda@hafro.is.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna á þessari slóð (pdf-skjal).