22/12/2024

Diskótek í boði Kaupþings banka

Kaupþing banki á Hólmavík hefur ákveðið að styrkja Hamingjudaga og leggur til heilt diskótek. Diskótekið er á föstudaginn 27. júní og er fyrir unglinga á aldrinum 11-16 ára. Frítt verður inn enda er partýið í boði Kaupþings banka. Í fréttatilkynningu frá Hamingjudögum eru allir unglingar á svæðinu hvattir til að fjölmenna enda sé ekki um neitt slordiskótek að ræða, heldur mætir DJ Óli Geir á svæðið ásamt DJ Andra. Þeir félagarnir hafa farið vítt og breitt um Ísland og meðal annars spilað á hinum feykivinsælu Splash kvöldum. Hægt er að fræðast meira um plötusnúðanna á heimasíðunni www.agent.is.