22/12/2024

Deildafundir Kaupfélags Steingrímsfjarðar

Framundan eru deildafundir Kaupfélags Steingrímsfjarðar en aðalfundir einstakra deilda félagsins verða haldnir dagana 19. og 20. apríl næstkomandi. Fundastaðir og tímar viðkomandi deilda eru eftirfarandi: Aðalfundur Norðurdeildar verður haldinn mánudaginn 19. apríl kl. 17:30 á kaffistofu Fiskvinnslunnar Drangs ehf. Aðalfundur Miðdeildar verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:30 á skrifstofu Kaupfélagsins og aðalfundur Suðurdeildar verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:00 á Sauðfjársetri á Ströndum, Sævangi. Þá er aðalfundur Kaupfélags Steingrímsfjarðar fyrirhugaður þann 2. maí næstkomandi kl. 13:30 á Café Riis.