04/10/2024

Bubbi Morthens á Hólmavík – frítt inn

Á þessu ári heldur Bubbi Morthens upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt, en það var 17. júní árið
1980 sem hann gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Þann dag urðu straumhvörf
í íslenskri tónlistarsögu því þarna var stiginn fram tónlistarmaður sem hefur án
efa markað dýpstu og merkilegustu sporin í tónlistarsögu síðustu áratuga, enginn hefur verið eins afkastamikill, enginn hefur selt jafn margar
plötur og enginn hefur haldið jafn marga tónleika undanfarin 30
ár. Tónleikar verða haldnir út um land allt af þessu tilefni og frítt inn. Á Hólmavík verða tónleikar laugardagskvöldið 17. apríl og hefjast kl. 20:30 í Bragganum. Húsið opnar 20:00.