11/10/2024

Dansnámskeið fyrir fullorðna og börn á Hólmavík

Vikan 14.-18. mars verður sannkölluð dansvika á Ströndum, en þá heldur Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru dansnámskeið fyrir börn og fullorðna á Hólmavík. Skráning barna fer fram í gegnum grunnskólana, en námskeið fyrir fullorðna verður kl. 20:00-21:30 frá mánudegi til fimmtudags. Allir frá 16 ára og uppúr geta tekið þátt í námskeiðinu, en hver og einn fær viðfangsefni við sitt hæfi í dansinum. Námskeiðið í heild kostar kr. 4.000.-, en einnig er hægt að mæta á einstök kvöld sem kosta þá kr. 1.000.-  Skráning fer fram hjá Arnari S. Jónssyni í s. 661-2009 og í  tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Skráningu lýkur kl. 16:00 föstudaginn 11. mars.