30/10/2024

Dansleikur á Café Riis fellur niður

Vegna óviðráðanlegra orsaka þá fellur niður dansleikur á Café Riis annað kvöld. Það stóð til að trúbadorinn Einar Örn myndi spila fyrir dansi en af því getur ekki orðið. Strandamenn þurfa því að hinkra við aðeins lengur áður en tækifæri gefst til að tjútta og tralla á Café Riis.