29/03/2024

Leggja til færslu vegar um Holtavörðuheiði

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra héldu ársþing um síðustu helgi. Ein af þeim ályktunum sem samþykktar voru á þinginu snéri að veginum um Holtavörðuheiði sem er innan marka Bæjarhrepps á Ströndum. Lagði þingið til að vegastæðið um Holtavörðuheiði yrði fært niður um 50-60 metra til að auðveldara yrði að ferðast um heiðina að vetrarlagi. Vegurinn um Holtavörðuheiði nær í 407 metra hæð yfir sjávarmál, en til samanburðar má nefna að vegurinn um Stikuháls er 165 m.y.s., Ennisháls 290, Steingrímsfjarðarheiði 439 og vegurinn um Bröttubrekku nær 402 m.y.s.