19/09/2024

Daníel í víking til Finnlands

Nú líður að því torfærukappinn Daníel Gunnar Ingimundarson á Hólmavík leggi af stað til Finnlands ásamt sjö öðrum íslenskum keppendum til að taka þátt í heimsbikarmóti í torfæru 2.-3. september. Fara keppendur og aðstoðamenn í flug á föstudagmorgun og verður ferðin stíf og strembin, en keppendur eiga að vera mættir á keppnisstað klukkan 7 á laugardagsmorgni. Daníel er fyrstur til að starta keppnini á laugardeginum. Þeir sem vilja fylgast með og fá fréttir af keppninni geta farið inn á greenthunder.is og lesið fréttir þar. Daníel er sem stendur í 5. sæti í heimsbikarkeppninni og 3. sæti til Íslandsmeistara í sínum flokki.

Íslensku keppendurnir eru sem hér segir:

Daniel Gunnar Ingimundarsson – Green thunder
Sigurður Þór Jónsson – Tröllið
Leo Viðar Björsson – Iron meiden
Gunnar Gunnarsson – Trúðurinn
Bjarki Reynisson – Dýrið
Ragnar Róbertsson – Pizza 67
Gísli Gunnar Jónsson – Jeep
Ólafur B. Jónsson – Refurinn

Frá keppni á Blönduósi á dögunum