06/11/2024

Dagskrá á Degi íslenskrar tungu

Jón kátiHéraðsbókasafn Strandamanna stóð fyrir dagskrá á Degi íslenskrar tungu á mánudaginn var og var mikið um dýrðir. Nokkur menningaratriði voru á dagskrá, áður en menn snéru sér að kaffi og kleinum sem voru á boðstólum, og fylgja myndir hér að neðan. Meðal annars voru endurtekin atriði Strandamanna á hátíðardagskrá Háskóla Íslands á föstudaginn, en þar voru tónlistarmenn frá Hólmavík í eldlínunni.

Jón káti

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, kynnti dagskrána, auk þess sem hann sagði frá ævi og afrekum Jónasar Hallgrímssonar skálds og flutti kvæði eftir hann.

Nemendur í Tónskólanum á Hólmavík fluttu tónlist, Anna Lena, Agnes, Daníel og Magnús, en lagið og textinn sem þau fluttu eru eftir strákana í hópnum.

frettamyndir/2008/580-dagurislensk1.jpg

Bjarni Ómar Haraldsson flutti lög af nýútkominni sólóplötu sinni Fyrirheit við mikinn fögnuð áheyrenda.

frettamyndir/2008/580-dagurislensk4.jpg

Arnar S. Jónsson leiklas frumsamda sögu og gerði flutningurinn mikla lukku, en sagan bar titilinn Sagan af Jóni káta. Arnar hafði áður flutt söguna sína um Jón káta á Leikskólanum Lækjarbrekku á föstudaginn, en þar hefur hann leiklesið sögur á Degi íslenskrar tungu síðustu árin.

frettamyndir/2008/580-dagurislensk2.jpg

Hluti af áhorfendum – Ljósm. Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir