22/12/2024

Byrjað á raðhúsi við Miðtún á Hólmavík


Framkvæmdir eru hafnar við byggingu raðhúss á Hólmavík, en það á að rísa við Miðtún. Búið er að grafa fyrir grunninum og byrjað var að stilla upp í dag. Þrjár íbúðir verða í nýju raðhúsalengjunni af mismunandi stærðum, frá 70 og upp 105 fermetra. Það eru byggingarfélag heimamanna, Hornsteinar ehf., sem standa fyrir framkvæmdinni. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Hornsteina, en að félaginu standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. Jón Eðvald Halldórsson, kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður Hornsteina, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að heyrst hafi frá fjölskyldum sem hafi áhuga á að setjast að á Hólmavík, en skortur á húsnæði sé hindrun.

Hér má sjá viðtalið við Jón Eðvald (smellið á Horfa á myndskeið með frétt).

Kristinn Sigurðsson

frettamyndir/2012/645-midtun4.jpg

frettamyndir/2012/645-midtun11.jpg

frettamyndir/2012/645-midtun2.jpg

Framkvæmdir hafnar við byggingu raðhúss á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson