13/09/2024

Kveikt á jólatré á laugardag

Lionsklúbburinn á Hólmavík ætlar að kveikja á jólatré við Hólmavíkurkirkju kl. 17:00 á morgun og eru allir velkomnir. Klúbburinn hefur haft fyrir venju árum saman að setja upp tré við kirkjuna og stundum líka við skólann, en nú er þar tré frá vinabæ Hólmavíkur í Noregi. Jólatréið sem Lionsmenn ætla að kveikja á á morgun er sótt í Laugabólsskóg í Hólmavíkurhreppi við Djúp eins og undanfarin ár og voru skógarhöggsmenn frá Lions á ferðinni í dag að sækja og velja tré. Er það gefið af bændunum á Laugabóli, Jóni og Dórotheu.