19/04/2024

Bygginganefnd ræðir „Kópnes-rústirnar og gamla „barnaskólann““

Bygginga-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar ræddi á síðasta fundi sínum um gamla bæinn á Kópnesi, sem er gamalt kotbýli í Hólmavíkurþorpi frá fyrstu áratugum 20. aldar, og gamla barnaskólann á Hólmavík sem reistur var 1913. Í fundargerðinni kemur fram að nefndin leggur til að annað hvort verði eitthvað gert við „Kópnes-rústirnar og gamla „barnaskólann““ eða þeim byggingum verði „rutt úr vegi“. Víst er að mörgum mun finnast sérkennilega til orða tekið, en gamli barnaskólinn er friðað hús og hollvinafélag Kópnes-bæjarins hefur unnið að undirbúningi fyrir uppgerð á bænum, m.a. með stuðningi frá sveitarfélaginu og Húsafriðunarsjóði.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar án athugasemda.