04/11/2024

Búið að opna veginn í Árneshrepp

Á vefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Mokað var sunnan frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur.;Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni var þessi ákvörðun tekin vegna hversu góð veðurspá er og lítill snjór á veginum norður. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru nú hálkublettir á veginum úr Bjarnarfirði í Djúpavík, en aðrir vegir á Ströndum eru greiðfærir að því undanskildu að vegurinn um Bjarnarfjarðarháls er sagður ófær.