04/10/2024

Búið að opna Tröllatunguheiði

Á EnnishálsiNú er búið að opna Tröllatunguheiði þetta vorið og á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hún sé fær fjórhjóladrifnum bílum. Nokkrir dagar eru síðan Steinadalsheiði og Þorskafjarðarheiði voru opnaðar, þannig að nú eru þessir þrír fjölförnu sumarvegir milli Reykhólasveitar og Strandabyggðar allir orðnir færir.