05/12/2024

Bryggjuhátíðin 22. júlí

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi verður þann 22. júlí n.k  Mikið hefur undanfarið verið spurt eftir dagsetningu Bryggjuhátíðarinnar á Drangsnesi, þannig að ekki var seinna vænna að koma saman og taka um það formlega ákvörðun um að hún skyldi haldin þann 22. júlí. Dagsetningin var að vísu alveg á hreinu því hátíðin er alltaf sömu helgina og engin áætlun um að breyta því.

Vel var mætt á þenna fyrsta fund vegna Bryggjuhátíðar og mikill hugur í fólki að gera 10. ára afmæli Bryggjuhátíðar á Drangsnesi vel úr garði. Skiptust menn á skoðunum og settu fram óskir og hugmyndir um það hvernig hátíðin skyldi fram fara. Voru síðan hin ýmsu verk sem sinna þarf og hin mörgu mál sem á að kanna skipt á milli þeirra sem mættir voru á fundinum. Það er ekki spurning að Bryggjuhátíðin 22. júlí verður mikil og góð fjölskylduskemmtun og þar sem spáð er fínu veðri þessa helgi er búist við miklu fjölmenni góðra gesta.

Nefndin ræður ráðum sínum