29/04/2024

Brúargerð yfir Staðará í Steingrímsfirði boðin út

Á vef Vegagerðinnar kemur fram að óskað hefur verið eftir tilboðum í byggingu brúar á Staðará í Steingrímsfirði. Nýja brúin er nokkru neðar en núverandi brú sem er einbreið. Nýja brúin verður steypt, 40 m löng og 9 m breið, eftirspennt bitabrú í tveimur höfum. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) frá og með 8. ágúst. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. ágúst. Verkinu skal lokið fyrir 15. júní 2012.

Vegagerð í tengslum við brúargerðina hefur ekki verið boðin út enn, þar sem samningum við hluta landeigenda er ólokið.

Helstu magntölur við brúarsmíðina eru eftirfarandi:     

Grjótvörn 290 m3
Gröftur opin gryfja 1.200 m3
Fylling við steypt mannvirki 1.200 m3
Mótafletir 1.180 m2
Slakbent járnalögn 34,7 t
Eftirspennt járnalögn 3,8 t
Steypa 455 m3