08/10/2024

Brjáluð blíða á Ströndum

Einstaklega fallegt veður er nú á Ströndum, beinlínis brjáluð blíða eins og einhverjir mundu segja. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni í morgun og gat ekki stillt sig um að stoppa í Skeljavíkinni og snúa sér í nokkra hringi og smella af nokkrum myndum bæði í átt til Hólmavíkur og á móti sólinni út fjörðinn. Hið heimsfræga Hólmavíkurlogn er vonandi komið til að vera í nokkra daga og það kemur greinilega til með að viðra vel á keppendur í kraftakeppni Strandamanna á Sævangi í dag, en sú skemmtun hefst kl. 14:00.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-blida6.jpg

frettamyndir/2007/580-blida4.jpg

frettamyndir/2007/580-blida2.jpg

Ljósm. Jón Jónsson