22/12/2024

Bridgekvöld á sunnudögum í vetur

IMG_9825

Bridgefélag Hólmavíkur mun standa fyrir bridgekvöldum á sunnudögum í vetur og verður spilað í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík, Rósubúð. Spilamennskan hefst á sunnudaginn 19. október kl. 19:30 og eru allir hjartanlega velkomnir á spilakvöldin. Nýjum andlitum er fagnað mjög og skiptir engu hvort spilarar eru þaulvanir eða óvanir. Spilað hefur verið á 3-5 borðum síðastliðna vetur og koma spilarar víða að ef færð er skapleg, úr sveitunum sunnan Hólmavíkur, frá Reykhólum og úr Dalabyggð. Reglulega er farið á mót utan héraðs, í ágúst síðastliðnum var til dæmis mót á Reykhólum og í maí var árlegt héraðsmót í Trékyllisvík í Árneshreppi. Einnig var farið í Borgarfjörð að spila og í Búðardal síðasta vetur og nokkrir slyngir spilamenn fóru á mót í Færeyjum síðastliðið vor.