14/09/2024

Breytingar á opnunartímum

Eins og menn hafa væntanlega rekið augun í er sumri tekið að halla og skólarnir hefjast brátt. Opnunartímar hafa breyst á nokkrum stöðum á Ströndum, sjoppan á Hólmavík er t.d. núna opin frá 9-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar og KSH er ekki lengur opið á laugardögum. Á Café Riis hefur opnunartími verið styttur þannig að nú er opið frá 11:30-21:00 alla daga og verður svo fram yfir mánaðarmótin ágúst-september. Á Sauðfjársetrinu í Sævangi hefur opnunartíminn einnig verið styttur þannig að nú er opið 12-18 alla daga og verður til mánaðarmóta.

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík og handverkssala Strandakúnstar er hins vegar með óbreyttan opnunartíma út ágústmánuð, og er opin 9-20 alla daga, og sama gildir um sundlaugina á Hólmavík sem er opin 7-21 virka daga og 10-21 um helgar. Galdrasýningin á Hólmavík heldur óbreyttum opnunartíma fram til 15. september og er opin frá 10-18.