26/12/2024

Börn á Drangsnesi

Börnin ánægð með nýju vestinBörnin sem eru í dagvistun á Drangsnesi voru í gönguferð á dögunum, þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Óskar Torfason – rakst á þau. Voru þau vel búin í nýjum vestum frá tryggingarfélagi nokkru sem gaf þennan nauðsynlega öryggisbúnað. Mættu fullorðnir taka þau sér til fyrirmyndar og veitir ekki af þar sem erfiðlega gengur að halda ljósum á götuljósunum í skammdeginu. Hafa bæði Leikskólinn á Hólmavík og Dagvistunin á Drangsnesi fengið slík vesti að gjöf nú í haust.