29/04/2024

Blikksmiðja Gylfa vill mynda tengsl við rekabændur

Rekafjara á StröndumBlikksmiðja Gylfa ehf í Reykjavík hefur áhuga á að mynda viðskiptatengsl við aðila sem hafa aðgang að rekaviði á Ströndum. Fyrirtækið hyggst kaupa rekavið af bændum og fá þá til að til að saga hann í þær stærðir sem þeir þurfa. Blikksmiðjan hefur í áraraðir keypt timburbattinga af Húsasmiðjunni og Byko sem það hefur notað til að setja undir utanhússklæðningar sem þeir framleiða. Timburbattingar eru til að verja þessi bárujárnsbúnt og til að lyfta búntunum upp til að gaffallyftarar geti tekið búntin upp og t.d. sett upp á vörubílspalla, þegar um flutning er að ræða.

Viðmiðunarmál á þessum battingum eru 1180x50x80mm, en þau mega vera nokkrum millimetrum meiri eða minni. Gróflega er gert ráð fyrir að þurfi 3-4 þús. stykki á ári.

Allar upplýsingar gefur Konráð Gylfason hjá Blikksmiðju Gylfa ehf í síma 897 9161 og eru þeir rekabændur á Ströndum sem hafa áhuga á að kynna sér málið fekar hvattir til að hafa samband við hann.