23/12/2024

Björgunarsveitin Káraborg í stórræðum

Björgunarsveitin Káraborg á Hvammstanga var fengin til þess í gær að aðstoða starfsmenn Símans við að koma ljósleiðarastreng yfir Hrútafjarðará, en strengurinn hafði slitnað í ánni. Farið var með slöngubát björgunarsveitarinnar í verkefnið, en sérstakar aðstæður voru í ánni þar sem hún var að ryðja sig og mikill krapi og jakaburður. Að öllu jöfnu ætti ekki að vera hægt að sigla á ánni á þessum stað. Meðfylgjandi mynd er af því þegar er verið var að koma með strenginn yfir ána.

Vefsíða Björgunarsveitarinnar Káraborg sem starfar í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi á Ströndum er á slóðinni www.simnet.is/karaborg.

Björgunarsveitarmenn eru sem betur fer ýmsu vanir – ljósm. Björgunarsveitin Káraborg