22/12/2024

Bjart og fallegt veður á Hólmavík

Fallegt og bjart veður var á Hólmavík í dag og voru menn því með myndavélarnar á lofti. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is nennti að vísu ekki út að taka myndir, hafði lúmskan grun um að kannski liti veðrið út fyrir að vera betra þegar horft væri út um gluggann. Meðfylgjandi myndir eru því allar teknar út um sama gluggann á Höfðagötu 3 á Hólmavík, laust fyrir hádegi í dag.

Vélsmiðjan Vík

Víkurtúnið

Austurtúnið

holmavik/580-austurtun.jpg

Viktarskúrinn og Vélsmiðjan Vík

holmavik/580-radaleysi.jpg

Ráðaleysið í forgunni – ljósm. Jón Jónsson