22/12/2024

Birkir Þór Stefánsson 3. í 15 km göngu

BirkirAndri Steindórsson frá Akureyri sigraði í 15 km hefðbundinni göngu í flokki 20 ára og eldri karla á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í dag. Hann gekk á tímanum 51:56.25, en í öðru sæti var Sævar Birgisson sem gekk á tímanum 52:53.50. Í þriðja sæti var síðan Strandamaðurinn Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu sem gekk á tímanum 54:28.60. Fjórði var síðan Ragnar Bragason á Heydalsá á Ströndum, en alls tóku 16 keppendur þátt í greininni. Aðstæður voru frekar erfiðar í dag vegna veðurs. Fræðast má um önnur úrslit á mótinu á www.snjor.is.