05/05/2024

Aurskriða á Kjörvogshlíðinni

Sumarið á Ströndum var óvenju stutt að þessu sinni. Nú er komið hrímkalt haust og horfin sú sumarblíða sem einkenndi síðustu viku. Snjóað hefur í fjöll á Ströndum og á Steingrímsfjarðarheiði er hálka og allt hvítt yfir að líta. Vegurinn norður í Árneshrepp er ófær vegna aurskriðu á Kjörvogshlíðinni milli Djúpavíkur og Gjögurs. Rigningin í gær var heldur ekkert venjuleg, það rigndi eins og hellt væri úr bala í allan gærdag án þess að hlé yrði á.  

Þorskafjarðarheiði, Steinadalsheiði og Tröllatunguheiði eru aðeins jeppafærar og á þeim er 2ja tonna ásþungi.