22/12/2024

Bíll út af í Trékyllisvík

Bíll út af í TrékyllisvíkÞegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Árneshreppi var á leið með póstinn frá flugvellinum á Gjögri á póststöðina í Bæ keyrði hann fram á bíl sem hafði farið út af í Skarðvík í Trékyllisvík. Aðeins ökumaður var í bílnum, en hún slapp ósködduð sem betur fer. Bíllinn valt ekki sem er mesta furða, en hafði snúist og snéri í gagnstæða átt við ökustefnu og rann afturábak niður af barðinu.

Mildi er að ekki fór verr