22/07/2024

Veður og færð á Þorlák

Veðurspá á Þorlák og aðfangadagNú er kalt á Ströndum en bjart og fallegt veður, að minnsta kosti við Steingrímsfjörð. Hitamælir á Kirkjubóli sýndi 16 gráðu frost í morgun og 20 stiga frost og logn er nú á Steingrímsfjarðarheiði kl. 12:40 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Hálka er á vegum og ófært í Árneshrepp. Þæfingur er sagður á Bjarnarfjarðarhálsi. Fært er innansveitar í Árneshreppi, að því er kemur fram á vefnum www.litlihjalli.it.is en í morgun var mokað frá Norðurfirði og í Trékyllisvík og fært er þangað á Gjögur. Einnig er verið að moka í Munaðarnes.

Veðurspáin gerir nú ráð fyrir norðlægri átt, 5-10 m/s og snjókomu eða éljum, en víða 13-18 á annesjum í kvöld og nótt. Hvessir og bætir í ofankomu á aðfangadagsmorgun og verður orðinn norðan 15-20 m/s nálægt hádegi. Frost 10-20 stig í dag, en talsvert mildara á morgun.

Tenglar á nýjustu upplýsingar um veður og færð nálgast hér.