22/11/2024

Bíldudalskvöld – æskuminningar og leiklist

bildudalur1

Fimmtudagskvöldið 19. nóvember kl. 20:00 verður sannkölluð Bíldudalsstund á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þar ætlar hinn ofvirki leikari, Elfar Logi Hannesson búsettur á Ísafirði en uppalinn á Bíldudal, lesa úr Bíldudalsbókum ársins. Í sumar kom út endurminningabók Elfars Loga og Jóns Sigurðar Eyjólfssonar sem heitir Bíldudals bingó. Sú bók seldist afbragðs vel, höfundum að óvörum, og nú er önnur prentun bókarinnar kominn á markað. Fyrir skömmu kom síðan út bók Elfars Loga Leiklist á Bíldudal þar sem uppeldisfélag leikarans er í aðalhlutverki; Leikfélagið Baldur á Bíldudal. Elfar Logi les úr báðum þessum bókum sem verða einnig á boðstólum, að sjálfsögðu á sérstöku Bíldudalsbingóverði. Gestum verður boðið upp á kaffi og súkkulaði.