22/12/2024

Bikarkeppni í bolta og golfmót á Grundunum

Héraðssamband Strandamanna hefur auglýst tvö mót sem haldin verða á vegum HSS um  helgina. Um er að ræða seinni umferðina í bikarkeppni karla í fótbolta ásamt golfmóti HSS. Bikarkeppnin mun fara fram á Drangsnesi laugardaginn 7. ágúst og munu leikar hefjast kl. 13:00 á fótboltavellinum þar í bæ. Golfmót HSS verður svo haldið á sunnudeginum 8. ágúst á Skeljavíkurvelli við Hólmavík og mun einnig byrja kl. 13:00. Steinar sér um skráningu á mótin tvö en hægt er að ná sambandi við hann í síma 867-1816 eða í netfanginu steinar_raudi@hotmail.com.