05/10/2024

Steypuvinna hjá Hólmadrangi

Það er ekkert lát á framtaksseminni á Hólmavík og alltaf eitthvað um að vera við viðhald og byggingarframkvæmdir. Nú á laugardagsmorgni voru starfsmenn Trésmiðjunnar Höfða mættir árla dags til að steypa gólf í viðbyggingu Hólmadrangs, en þar er verið að reisa tengigang milli verksmiðjunnar og gamla sláturhússins á Hólmavík og verður þá hægt að bruna á lyftara innanhúss þar á milli. Ágúst Guðjónsson stjórnaði steypubílnum að vanda og þarna var líka mættur annar Ágúst sem margir Strandamenn þekkja sem Gösla múrara. Var hann virðulegur að vanda og óð fram og aftur í steypunni og sléttaði.

580-steypuvinna1

Steypuvinna á Hólmavík – ljósm. Ásdís Jónsdóttir