Síðastliðinn laugardag var haldin hin árlega Bikarkeppni HSS í knattspyrnu. Að þessu sinni voru fjögur lið skráð til keppni. Að vanda var keppni hörð og jöfn en að lokum voru það Grettismenn sem stóðu sig best og leiða þeir deildina eftir fyrri umferðina. Veður var milt og stillt meðan á keppni stóð með smá úrkomu, alveg „ekta fótboltaveður“. Nokkuð margir áhorfendur lögðu leið sína til að horfa á knattspyrnusnillingana.
Seinni umferðin verður leikin 19. ágúst. Staðsetning auglýst síðar.
Leikir Úrslit
Neisti – Grettir 1-2
St./Hvöt – Geislinn 2-2
Neisti – St./Hvöt 2-0
Grettir – Geislinn 2-1
Neisti – Geislinn 0-3
Grettir – St./Hvöt 2-2
Sæti Lið Markatala Stig
1 Grettir 6-4 7
2 Geislinn 6-4 4
3 Neisti 3-5 3
4 St. Hvöt 4-6 2
Markaskorarar
Nafn Félag Mörk
Sigurjón Grettir 4
Björgvin St./Hvöt 3
Andri Geislinn 2
Þórhallur Geislinn 2
Bjarki Grettir 1
Magnús Neisti 1
Kolbeinn Geislinn 1
Rikki Neisti 1
Sigfús St./Hvöt 1
Smári G. Grettir 1
Þorvaldur Geislinn 1
Ægir Neisti 1